Smile through your fear and sorrow...

föstudagur, nóvember 19, 2004

Skrýtnasta símtalið!

Já, þeir eru aldeilis orðnir tæknilegir í Frakklandi. Það var að enda við að hringja í mig símsvari.

"Góðan daginn herra/frú. Þetta símtal er til eiganda þessarar íbúðar og varðar hitun á íbúðinni og hvernig þú getur sparað í sambandi við hana. Ef þú hefur áhuga, ýttu þá á stjörnuna, ef ekki þá máttu leggja á."

Kærar þakkir fyrir það. Ég lagði nú bara á.

Annars lenti ég í "Gallup-könnun" um daginn, símakönnun sko. Ég skildi ekkert af því sem spyrillinn sagði. Ekki einu sinni þegar hann kynnti sig. Hann þurfti meira að segja að útskýra fyrir mér nafnið á fyrirtækinu sem hann hringdi frá. En það hindraði hann ekkert í því að spyrja mig allra spurninganna sem hann var með fyrir framan sig. Það væri gaman að vita hvort svörin "ha?", "fyrirgefðu ég skil ekki" og "geturðu endurtekið þetta" hafi komið að einhverju gagni við úrvinnslu þessarar könnunar.

0 Komment:

Skrifa ummæli

<< Home