Smile through your fear and sorrow...

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Ég var alveg búin að steingleyma...

... að ég hefði tekið vídeo af aðaltorginu í Montpellier á leið minni á lestarstöðina nóttina sem ég fór heim. Hérna er hægt að skoða það (8,5 megabæt, innanlands)


Svo hitti ég þessa gæja á torginu, útúrdrukkna náttúrulega. Þeir voru nú reyndar bara fyndnir, en þeir neituðu að leyfa mér að fara fyrr en ég væri búin að taka mynd af þeim. Ég lofaði svo að senda þeim myndina, en þar sem mér láðist að taka niður e-mailin þeirra þá set ég myndina bara hérna og vona að þeir rekist á hana :)

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Leti - fleti

Ég nenni ekki að skrifa hérna inn núna frekar en fyrri daginn, en ég get svosem bent ykkur á ægilega dúllulegan link fyrst ég hef ekkert að segja :)

Hann er hérna

föstudagur, nóvember 19, 2004

Skrýtnasta símtalið!

Já, þeir eru aldeilis orðnir tæknilegir í Frakklandi. Það var að enda við að hringja í mig símsvari.

"Góðan daginn herra/frú. Þetta símtal er til eiganda þessarar íbúðar og varðar hitun á íbúðinni og hvernig þú getur sparað í sambandi við hana. Ef þú hefur áhuga, ýttu þá á stjörnuna, ef ekki þá máttu leggja á."

Kærar þakkir fyrir það. Ég lagði nú bara á.

Annars lenti ég í "Gallup-könnun" um daginn, símakönnun sko. Ég skildi ekkert af því sem spyrillinn sagði. Ekki einu sinni þegar hann kynnti sig. Hann þurfti meira að segja að útskýra fyrir mér nafnið á fyrirtækinu sem hann hringdi frá. En það hindraði hann ekkert í því að spyrja mig allra spurninganna sem hann var með fyrir framan sig. Það væri gaman að vita hvort svörin "ha?", "fyrirgefðu ég skil ekki" og "geturðu endurtekið þetta" hafi komið að einhverju gagni við úrvinnslu þessarar könnunar.

laugardagur, nóvember 06, 2004

I ONLY WANTED YOU


They say memories are golden
well maybe that is true.
I never wanted memories,
I only wanted you.

A million times I needed you,
a million times I cried.
If love alone could have saved you
you never would have died.

In life I loved you dearly,
In death I love you still.
In my heart you hold a place
no one could ever fill.

If tears could build a stairway
and heartache make a lane,
I'd walk the path to heaven
and bring you back again.

Our family chain is broken,
and nothing seems the same.
But as God calls us one by one,
the chain will link again. Posted by Hello

mánudagur, október 25, 2004

Bara eitt enn áður en ég fer að sofa

Mig langar bara að benda ykkur á að litla frænka mín er snillingur. Hún semur alveg hreint gríðarlega spennandi og skemmtilegar sögur og hún er einmitt að gefa út barnabók fyrir jólin. Jæja, kannski ekki alveg, en hérna getiði allavega lesið eina af sögunum hennar (ef þið leitið á síðunni þá finniði fleiri).

Þið getið haft það í huga um leið og þið lesið söguna að hún er 5 ára.

Til að gæta fyllstu sanngirni...


Eitthvað var mamman ekki alveg nógu ánægð með myndina af honum Inga hérna fyrir neðan (sko mamma hans) - kannski alveg skiljanlegt, en ljótar myndir eru bara svo miklu skemmtilegri en fínar myndir
En svona til að gæta fyllstu sanngirni, þá kemur hérna ein ljót mynd af mér líka :) Posted by Hello

laugardagur, október 23, 2004


Hérna er aftur hann Ingi sæti því myndin bara sendist ekki áðan. Posted by Hello

Þetta er hann Ingi kærastinn minn. Það er alveg með eindæmum hvað hann myndast vel blessaður Posted by Hello